Yfirfærsla myndefnis
Bjargaðu dýrmætum minningum áður en þær glatast. Við yfirfærum efni af VHS, VHS-C, MiniDV, DVD og fleiri miðlum yfir á stafrænt form sem þú getur spilað á tölvu, síma eða snjallsjónvarpi.
Miðlar sem við tökum við
- VHS & VHS-C spólur
- MiniDV spólur
- DVD & MiniDVD diskar
Svona fer ferlið fram
- Þú skilar efninu til okkar eða sendir það í pósti.
- Við yfirförum og greinum miðlana.
- Upptökurnar eru spilaðar í rauntíma og teknar upp í hámarks gæðum.
- Myndefnið er hljóðstillt, klippt og umbreytt í MP4 (H.264) skráarsnið.
- Að lokinni yfirfærslu sendum við þér hlekk til að hala niður efninu eða afhendum USB-lykil.
Verð frá 1.400 kr. á spólu/disk. Hægt er að fá magnafslátt ef miðlar eru fleiri en tíu. Hafðu samband eða notaðu verðreiknivélina til að fá nákvæmt verð.